Fréttir af rigningardeginum

Í dag voru spilaðir nokkrir leikir hjá öllum liðum, veðrið var ágætt morgunn, en upp úr hádegi kom grenjandi rigning. Boltarnir urðu sleipir og ekki auðvelt að hlaupa á rennandi blautu gervigrasinu, þetta hafði þó nokkur áhrif á leikinn og leikmenn.

Dómgæslan hér er oft mjög skrautleg og stundum óskiljanleg, ef ég ætti að telja upp alla þá ólíklegustu leikmenn sem hafa fengið 2 mínútur og þá sem hafa fengið rauð spjöld, þá yrði listinn langur Shocking En það þýðir víst lítið að deila við dómarana, svona er þetta víst á Partille.

Öll úrslit úr leikjum koma inn nokkrum mínútum eftir að leikjum lýkur, svo endilega fylgist með úrslitum á www.partillecup.com

Ástæðan fyrir því að nöfn leikmanna í 5.fl.karla voru sett inn á síðuna, var sú að það var búið að blanda liðunum með leikmönnum úr Grafarholti og Safamýri, svo voru gerðar breytingar eftir að við komum á Partille, þannig að foreldrar þeirra vissu ekki í hvaða liði þeirra synir voru að spila með.

Liðunum okkar hefur gengið misvel, en við getum sagt að allir hafa gert sitt besta og það ´tekur tíma að venjast því að spila handbolta á gervigrasvöllum.

Annars eru allir mjög ánægðir og kátir, flestir krakkarnir fóru á diskótekið í kvöld, en einhverjir voru þreyttir og vildu sleppa diskóinu, enda er aftur diskótek á föstudags- og laugardagskvöldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P7070032
  • P7070020
  • P7070018
  • P7070013
  • P7070009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband