Mikill hiti og sól

Í  gær lauk riðlakeppninni hjá öllum liðum, eftir það skiptast liðin í A-riðil og B-riðil. 3 efstu liðin fara í A-riðill og þau neðri fara í B-riðil, þeir riðlar eru útsláttarkeppni, það lið sem vinnur heldur áfram en það liðs em tapar er dottið úr keppni.

Fram var með 4 lið sem fóru í A-riðla, 3 stráka lið og 16 ára stelpuliðið:

 

Fram 1 B 13,group 2, endaði í öðru sæti í sínum riðli og fór því í A-riðil

Fram 1 B-14,group 10, endaði líka í öðru sæti og fór í A-riðil

Fram  B-15 group 11 varð í öðru sæti í sínum riðli og fór í A-riðil

Fram G-16,group 2, þær voru í fyrsta sæti, unnu alla leikina og fór í A-riðil

 

Öll hin liðin fór í B-riðla, það er verið að spila þessa leiki í dag og á morgunn.

Í dag er búið að vera rosalega heitt og ansi erfitt að spila í svona miklum hita og sól.

 

Í gær fóru flestir í Liseberg tílvolíið, þau fengu dagspassa í tækin, það var farið í eins mörg tæki og hægt var, svo var farið úr garðinum einum og hálfum tíma fyrir leik. Eftir að leikjum var lokið, var borðað og svo farið aftur í Tívolíið og verið þar til lokunar.

 

Í gærkvöldi var veisla fyrir fararstjóra og þjálfara, hlaðborð og skemmtiatriðið, það var mjög gott fyrir fararstjóra að fá smá tíma til að vera barnlaus, aðrir foreldrar sem eru hér úti voru með krökkunum á meðan.

 

Ég held að allir íslensku krakkarnir eru búnir að versla í H&M og í Intersport versluninni  við handboltavellina.

Þetta er búið að vera alveg æðislegt hérna úti og allri skemmta sér frábærlega.

 

Ég skutla inn upplýsingum um gengi liðana í A og B riðla keppninni seinna þegar allir eru búnir að spila sína leiki.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P7070032
  • P7070020
  • P7070018
  • P7070013
  • P7070009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband