12.7.2010 | 07:04
Lokadagur og Heimkoma
Í gær var frjáls dagur hjá öllum, enginn handbolti.
Það var misjafnt hvað krakkarnir vildu gera, sumir fóru í mollið, einhverjir fóru á stökkpalla við vatn hérna fyrir utan borgina, svo enduðu margir á röltinu í Liseberg tívolíinu.
Allir hlupu út í sjoppu fyrir lokaleikinn í HM, svo var hreiðrað um sig í stofunum og allir komu saman og horfu á úrslitaleikinn í HM.
Núna eru allir að klára að pakka og ganga frá fyrir heimferð, þetta er búið að vera rosalega skemmtileg ferð, bæði börn og fullorðnir hafa skemmt sér frábærlega.
Áætlaður lendingartími í Keflavík í dag er kl.15:10, flug númerið er AEU162, svo endilega fylgist með flugupplýsingum, ef allt er á áætlun gerum við ráð fyrir því að vera komin í Fram um kl.17:00
Þar sem ég hef ekki getað fylgst með öllum liðunum 12 hjá okkur þá er planið að fararstjórar setji myndir sem þeir hafa tekið inn á síðuna þegar við erum komin heim.
Lokakveðja frá Partille, sjáumst eftir nokkra klukkutíma.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.