3.7.2010 | 13:58
Punktar fyrir brottför
Hér eru nokkrir punktar til allra fyrir brottför.
Rútan fer frá Fram kl.04:00 aðfararnótt mánudagsins, mæting ekki seinna en kl.03:45 niðri í Fram. Allir sem eiga Fram galla eða Fram peysu vera í þeim á mánudaginn,svo auðveldara er að finna alla og halda hópinn.
Öll börn eru beðin um að skilja GSM síma eftir heima, það er mjög dýrt að taka þá með til Svíþjóðar.
Foreldrar eru beðnir um að vera ekki að hringja að nauðsynjalausu í fararstjóra og þjálfara, þar sem símtöl í íslenska síma erlendis eru ansi dýr og getur kostað fararstjóra mikið.
ENGAR FRÉTTIR ERU GÓÐAR FRÉTTIR
Gott er að allir hafi með sér nesti fyrir ferðalagið, samlokur, ávexti og svoleiðis, ekki drykki þar sem ekki má fara með þá inn á flugvöllinn. Búið er að kaupa samlokur fyrir alla til að borða í flugvélinni, en samt gott að hafa með sér eitthvað í töskunni, þar sem ferðalagið tekur þó nokkurn tíma. Eftir að allir hafa komið sér fyrir í skólanum verður farið að borða og svæðið skoðað.
Allir leikir og úrslit verða sett inn á þessa síðu að kvöldi, svo allir geti fylgst með, fyrstu leikir eru á miðvikudaginn hjá öllum liðum.
Þegar það er komið á hreint hvaða lið spilar sem Fram1,2 og svo framveigis, þá set ég þær upplýsingar inn á síðuna, nöfn keppenda, leikjaskipulag og allar þær upplýsingar sem allir bíða spenntir eftir.
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.