Kveðjur frá Partille

Sæl öll Hér er búið að vera mjög gaman og allir skemmta sér vel, eftir að búið var að koma sér fyrir í gær var farið að skoða bæinn og svo borðaður kvöldmatur.Eftir mat fóru krakkarnir í einhverskonar skotboltakeppni við krakka frá Egyptalandi, eitthvað voru reglurnar mismunandi á milli landa, eða hvort einhverjir samskiptaörðugleikar áttu þátt í mismunandi reglum á milli liða Smile

Í dag var farið í Skara sommerland,sem er vatna og skemmtigarður, veðrið var fínt fyrir svoleiðis ferð, hálfskýað og hlýtt. Það voru allir að mana hvorn annan að fara í hinar og þessar rennibrautir og tæki, það voru ekki bara þeir yngri sem hafa þetta keppnisskap, heldur er það til staðar í öllum aldursflokkum hópsins.Ég mun reyna að setja inn myndir úr ferðinni á morgunn.

Í fyrramálið byrjar svo mótið, þannig að allir eru sofnaðir, bloggið er búið að vera leiðinlegtCrying, þannig að ég mun setja inn liðin og leikina hjá þeim á morgunn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að allt gengur vel.  Vildi gjarnan vera þarna með ykkur þetta er svoooo gaman.  Gangi ykkur vel og kveðjur til allra!

Eyja

Eyja E Einarsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 00:16

2 identicon

Gaman að heyra að allt gengur vel, ég efa ekki að að það sé mikið fjör og mikið gaman. Gangi ykkur vel í dag.

Kveðja Inga Maggý (Stefán Darri)

Inga maggý (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 08:11

3 identicon

Gangi ykkur vel í leikjunum ;) Áfram Fram!!!

 kv. Kristjana (systir Rósu Karenar)

Kristjana (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 09:17

4 identicon

Hæ..gaman að fylgjast með úr fjarska.

Er hægt að skýra betur liðskipan hjá strákunum. Skv.Partille er Fram með 2 lið í 14 ára og 3 í 13 ára. Ég hélt að það væri 3 í 14 ára og 2 í 13 ára skv. yfirlitinu sem okkur var sent.

Kveðjur, Magnús (Birgir Bragi)

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 12:22

5 identicon

Hæ gaman að fá að fylgjast með hérna. Er ok að koma og horfa á leikina á föstudag?

kv Lára (Hlynur Daði)

Lára (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 15:45

6 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Takk fyrir kveðjurnar, já auðvita er í lag að koma og horfa á leikina hjá strákunum, því fleirri því skemmtilegra.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 7.7.2010 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Jóna Gísladóttir

Höfundur

Ingunn Jóna Gísladóttir
Ingunn Jóna Gísladóttir

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • P7070032
  • P7070020
  • P7070018
  • P7070013
  • P7070009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband