Færsluflokkur: Bloggar
15.7.2010 | 00:59
Týndur farangur
Það týndist ferðataska við heim komu,ef einhver hefur tekið vitlausa ferðatösku í misgripum,endilega komið henni niður í Fram
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2010 | 07:04
Lokadagur og Heimkoma
Í gær var frjáls dagur hjá öllum, enginn handbolti.
Það var misjafnt hvað krakkarnir vildu gera, sumir fóru í mollið, einhverjir fóru á stökkpalla við vatn hérna fyrir utan borgina, svo enduðu margir á röltinu í Liseberg tívolíinu.
Allir hlupu út í sjoppu fyrir lokaleikinn í HM, svo var hreiðrað um sig í stofunum og allir komu saman og horfu á úrslitaleikinn í HM.
Núna eru allir að klára að pakka og ganga frá fyrir heimferð, þetta er búið að vera rosalega skemmtileg ferð, bæði börn og fullorðnir hafa skemmt sér frábærlega.
Áætlaður lendingartími í Keflavík í dag er kl.15:10, flug númerið er AEU162, svo endilega fylgist með flugupplýsingum, ef allt er á áætlun gerum við ráð fyrir því að vera komin í Fram um kl.17:00
Þar sem ég hef ekki getað fylgst með öllum liðunum 12 hjá okkur þá er planið að fararstjórar setji myndir sem þeir hafa tekið inn á síðuna þegar við erum komin heim.
Lokakveðja frá Partille, sjáumst eftir nokkra klukkutíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2010 | 10:17
úrslit úr A og B riðlunum
Þá hafa öll Fram liðin lokið keppni á Partille, 4 lið fóru í A-riðlana en hin 8 fóru í B-riðla keppnina.
A-riðla úrslit.
B13 strákarnir í Fram 1 liðinu, blandað lið stráka úr Ggrafarholtinu og Safamýri, fóru í A-riðil í 16 liða úrslit, þar lentu þeir á móti Lugi sænsku liði, Fram 1 tapaði þeim leik 15-7 og voru því úr leik.
B14 strákarnir í Fram1 fóru einnig í A-riðilinn í 16 liða úrslit, þeir spiluðu á móti Anderstorps SK1 og unnu þann leik 11-7 og voru þar með komnir í 8 liða úrslit, í 8 liða úrslitunum spiluðu þeir á móti Norrköpings HK, þeir töpuðu þeim leik 10-7
B15 strákaliðið lenti í A-riðli í 16 liða úrslitum spiluðu þeir á móti liði sem heitir RP IF, ég veit ekki hvaðan það lið er, en sá leikur fór 16-12 fyrir RP IF.
G16 stelpurnar var eina stelpiliðið sem fór í A-riðil, þær spiluðu á móti Skogás HK í 16 liða úrslitum og töpuðu þeim leik 10-7
B-Riðla úrslit
B13 strákarnir í Fram 2, Grafarholts lið, spilaði í 16 liða úrslitum á móti Don Bosco Gent, Don Bosco sigraði þann leik 8-5
B13 strákar úr Safamýri í Fram 3, spiluðu á móti færeyska liðinu Neistinn, Fram3 vann þann leik 14-13 og fóru því í 8 liða úrslit. Í 8 liða úrslitum lentu þeir á móti Kuzy Szczecin MKS, Fram tapaði þeim leik 21-7
B14 strákar í Fram2 spiluðu í 16 liða úrslitum á móti China Nationalteam, kínverska landsliðið vann leikinn með 21-13
B16 strákar Fram spiluðu í 16 liða úrslitum á móti RP IF sem sigraði þá 13-9
G13 yngri stelpurnar úr GH spilaði á móti Skedsmo HK í 16 liða úrslitum og unnu leikinn 9-8, þær fóru því áfram í 8 liða úrslit og spiluðu á móti OV Helsingborg, þeim leik tapaði Fram 5-8
G14 Fram1, annað liðið úr GH lenti á móti Baerumus Verk If í 32 liða úrslitum,þær töpuðu þeim leik 5-15
G14 Fram 2, stelpuliðið úr Safamýri spilaði á móti Molde HK sem sigraði leikinn naumlega 10-11
G14 Fram3, Lið úr GH spilaði á móti Pinheiros í 32 liða úrslitum, Pinheiros vann leikinn 16-6
G16, elsta stelpuliðið okkar sem voru ósigraðar, spiluðu í 16 liða úrslitum, þar lentu þær á móti Skogás HK, þar töpuðu stelpurnar sínum fyrsta og eina leik hér úti.
Þannig að öll Fram liðin hafa lokið keppni og eiga því frí í dag og geta tekið því rólega, og gert það sem þeim langar.
Á föstudeginum var dregið í riðla fyrir HM 2011 hér í Stadíum höllinni , öll lönd sendu hópa sem voru fulltrúar þeirra þjóða, fyrir Íslands hönd voru það 20 krakkar úr Fram sem voru beðin um að vera viðstödd úrdráttinn, sumir fórnuðu tívolí tíma í að vera þarna, en eins og þau sögðu, þá er það ekki oft á ævinni sem þeim stendur til boða að vera viðstödd svona viðburð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2010 | 16:27
Mikill hiti og sól
Í gær lauk riðlakeppninni hjá öllum liðum, eftir það skiptast liðin í A-riðil og B-riðil. 3 efstu liðin fara í A-riðill og þau neðri fara í B-riðil, þeir riðlar eru útsláttarkeppni, það lið sem vinnur heldur áfram en það liðs em tapar er dottið úr keppni.
Fram var með 4 lið sem fóru í A-riðla, 3 stráka lið og 16 ára stelpuliðið:
Fram 1 B 13,group 2, endaði í öðru sæti í sínum riðli og fór því í A-riðil
Fram 1 B-14,group 10, endaði líka í öðru sæti og fór í A-riðil
Fram B-15 group 11 varð í öðru sæti í sínum riðli og fór í A-riðil
Fram G-16,group 2, þær voru í fyrsta sæti, unnu alla leikina og fór í A-riðil
Öll hin liðin fór í B-riðla, það er verið að spila þessa leiki í dag og á morgunn.
Í dag er búið að vera rosalega heitt og ansi erfitt að spila í svona miklum hita og sól.
Í gær fóru flestir í Liseberg tílvolíið, þau fengu dagspassa í tækin, það var farið í eins mörg tæki og hægt var, svo var farið úr garðinum einum og hálfum tíma fyrir leik. Eftir að leikjum var lokið, var borðað og svo farið aftur í Tívolíið og verið þar til lokunar.
Í gærkvöldi var veisla fyrir fararstjóra og þjálfara, hlaðborð og skemmtiatriðið, það var mjög gott fyrir fararstjóra að fá smá tíma til að vera barnlaus, aðrir foreldrar sem eru hér úti voru með krökkunum á meðan.
Ég held að allir íslensku krakkarnir eru búnir að versla í H&M og í Intersport versluninni við handboltavellina.
Þetta er búið að vera alveg æðislegt hérna úti og allri skemmta sér frábærlega.
Ég skutla inn upplýsingum um gengi liðana í A og B riðla keppninni seinna þegar allir eru búnir að spila sína leiki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2010 | 22:54
Fréttir af rigningardeginum
Í dag voru spilaðir nokkrir leikir hjá öllum liðum, veðrið var ágætt morgunn, en upp úr hádegi kom grenjandi rigning. Boltarnir urðu sleipir og ekki auðvelt að hlaupa á rennandi blautu gervigrasinu, þetta hafði þó nokkur áhrif á leikinn og leikmenn.
Dómgæslan hér er oft mjög skrautleg og stundum óskiljanleg, ef ég ætti að telja upp alla þá ólíklegustu leikmenn sem hafa fengið 2 mínútur og þá sem hafa fengið rauð spjöld, þá yrði listinn langur En það þýðir víst lítið að deila við dómarana, svona er þetta víst á Partille.
Öll úrslit úr leikjum koma inn nokkrum mínútum eftir að leikjum lýkur, svo endilega fylgist með úrslitum á www.partillecup.com
Ástæðan fyrir því að nöfn leikmanna í 5.fl.karla voru sett inn á síðuna, var sú að það var búið að blanda liðunum með leikmönnum úr Grafarholti og Safamýri, svo voru gerðar breytingar eftir að við komum á Partille, þannig að foreldrar þeirra vissu ekki í hvaða liði þeirra synir voru að spila með.
Liðunum okkar hefur gengið misvel, en við getum sagt að allir hafa gert sitt besta og það ´tekur tíma að venjast því að spila handbolta á gervigrasvöllum.
Annars eru allir mjög ánægðir og kátir, flestir krakkarnir fóru á diskótekið í kvöld, en einhverjir voru þreyttir og vildu sleppa diskóinu, enda er aftur diskótek á föstudags- og laugardagskvöldið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2010 | 22:27
Myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2010 | 22:47
Liðaskipan og leikir dagsins
Í dag hefur liðum gengið mis vel, enda er verið að keppa við missterk og misstór/mishá lið, við erum ekki alveg að skilja matarræðið hjá sumum þjóðum, sumir mótherjarnir eru bara óeðlilega stórir miðað við að vera jafn gamlir okkar börnum
Hér kemur loksins útskýring á liðunum hjá 5.fl.kk og kvk, það er að segja hver er í hvaða liði, Fram1,2 og 3, og auðvitað úrslit dagsins.
Boys 13, Group 2 FRAM 1 blandaða liðið S og GH
Daníel, Andri, Arnar, Lúðvík,Kalman, Magnús,Arnór,Stefán og Alex
Mount Kenya HC-Fram1 2-27
Fram1-Lugi HF2 14-8
Boys 13, Group 1 FRAM2
Heiðar, Baldur, Birgir, Halli, Ívar, Patrekur og Atli
Fram 2-Hornbaek IF 7-9
Fram 2-Kävlinge 7-11
Boys 13, Group 8 Fram 3
Aron, Arnfinnur,Sindri,Thomas,Atli,Matthías, Elli, Siggi og Gussi
Baekkelaget SK-Fram3 21-8
Fram3-Lugi HF 1 10-24
Boys 14, Group 10 Fram 1
Daníel, Andri,Ragnar,Steinar,Halldór, Jóhannes, Hlynur og Brynjar
Haltern Sythen HSC 2-Fram 1 420
Fram 1-Torslanda HK 13-15
Boys 14, Group 7 Fram2
Haraldur Ágúst, Oliver,Sindri,Guðjón,Jóhann,Róbert,Ágúst og Heiðar
Fram 2 Kärra HF 8-17
Girls 13, Group 9 ´97 árg í GH
Fram- Sävehof IK1 6-15
Girls 14,Group 3 Fram 2 5.fl.kvk.S
Fram2-Kungsängen SK 9-10
Svolvaer IL-Fram2 14-12
Girls 14,Group 6 Fram 1 A-lið eldra ár í GH
KristianstadHB-Fram1 21-3
Fram1-Tumba IFK 6-17
Girls 14,Group 7 Fram3 B-lið eldra ár í GH
Skogås HK-Fram3 15-6
Fram3-Hemsjö IF 6-12
Girls 16, Group 2
Fram-Savehof IK 2 12-5
Schiffdorf TV-Fram 9-21
Í kvöld var svo opnunarhátíð Partille Cup, strákar og stelpur á eldra ári í 4 flokki gengu inn á leikvöllinn fyrir Íslands hönd, þau voru félaginu og auðvita landi og þjóð til sóma, þegar þau gengu inn í höllina með íslensku fánana og Fram fánan. Opnunarhátíðin var glæsileg og skemmtu sér allir mjög vel.
Í gæsrkvöldi gerði ég margar tilraunir til að setja inn myndir, og endalaust komu villuboð, þannig að ég gafst upp fyrir rest, en nú ætla ég að prófa aftur að setja nokkrar myndir af fyrstu tveimur dögunum inn í albúm.
Kærar kveðjur frá okkur öllum hér í Partille
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.7.2010 | 23:25
Kveðjur frá Partille
Sæl öll Hér er búið að vera mjög gaman og allir skemmta sér vel, eftir að búið var að koma sér fyrir í gær var farið að skoða bæinn og svo borðaður kvöldmatur.Eftir mat fóru krakkarnir í einhverskonar skotboltakeppni við krakka frá Egyptalandi, eitthvað voru reglurnar mismunandi á milli landa, eða hvort einhverjir samskiptaörðugleikar áttu þátt í mismunandi reglum á milli liða
Í dag var farið í Skara sommerland,sem er vatna og skemmtigarður, veðrið var fínt fyrir svoleiðis ferð, hálfskýað og hlýtt. Það voru allir að mana hvorn annan að fara í hinar og þessar rennibrautir og tæki, það voru ekki bara þeir yngri sem hafa þetta keppnisskap, heldur er það til staðar í öllum aldursflokkum hópsins.Ég mun reyna að setja inn myndir úr ferðinni á morgunn.
Í fyrramálið byrjar svo mótið, þannig að allir eru sofnaðir, bloggið er búið að vera leiðinlegt, þannig að ég mun setja inn liðin og leikina hjá þeim á morgunn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.7.2010 | 12:30
Komin á Partille
Þá erum við komin á áfangastað, ferðin var mjög ljúf og þægileg, og hópurinn er bara mjög flottur.
Þegar komið var að skólanum, þá var það fyrsta sem allir tóku eftir var stórt M merki beint á móti, hinu megin við götuna, þannig að margir eiga eftir að borða yfir sig af MacDonalds.
Vildi bara láta ykkur vita að við erum komin á áfangastað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.7.2010 | 13:58
Punktar fyrir brottför
Hér eru nokkrir punktar til allra fyrir brottför.
Rútan fer frá Fram kl.04:00 aðfararnótt mánudagsins, mæting ekki seinna en kl.03:45 niðri í Fram. Allir sem eiga Fram galla eða Fram peysu vera í þeim á mánudaginn,svo auðveldara er að finna alla og halda hópinn.
Öll börn eru beðin um að skilja GSM síma eftir heima, það er mjög dýrt að taka þá með til Svíþjóðar.
Foreldrar eru beðnir um að vera ekki að hringja að nauðsynjalausu í fararstjóra og þjálfara, þar sem símtöl í íslenska síma erlendis eru ansi dýr og getur kostað fararstjóra mikið.
ENGAR FRÉTTIR ERU GÓÐAR FRÉTTIR
Gott er að allir hafi með sér nesti fyrir ferðalagið, samlokur, ávexti og svoleiðis, ekki drykki þar sem ekki má fara með þá inn á flugvöllinn. Búið er að kaupa samlokur fyrir alla til að borða í flugvélinni, en samt gott að hafa með sér eitthvað í töskunni, þar sem ferðalagið tekur þó nokkurn tíma. Eftir að allir hafa komið sér fyrir í skólanum verður farið að borða og svæðið skoðað.
Allir leikir og úrslit verða sett inn á þessa síðu að kvöldi, svo allir geti fylgst með, fyrstu leikir eru á miðvikudaginn hjá öllum liðum.
Þegar það er komið á hreint hvaða lið spilar sem Fram1,2 og svo framveigis, þá set ég þær upplýsingar inn á síðuna, nöfn keppenda, leikjaskipulag og allar þær upplýsingar sem allir bíða spenntir eftir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingunn Jóna Gísladóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar